„Fólk má alveg dæma mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 09:04 Ange Postecoglou var brúnaþungur í gær enda hefur gengi Tottenham verið afleitt. Getty/Catherine Ivill Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“ Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira