Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Framarar mega skrá núna skrá nýja leikmenn að vild. vísir/Diego Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. Þetta má sjá á sérstökum vef FIFA sem heldur utan um þau félög sem eru í félagaskiptabanni. Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög höfðu þá bæst á listann en mikið virðist hafa vantað upp á samskipti á milli FIFA, KSÍ og félaganna tveggja í aðdraganda þess. Mál Framara var hins vegar auðleyst en eins og Vísir greindi fyrst frá snerist mál þeirra um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Grótta eina íslenska félagið á listanum Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í skammarkróknum hjá FIFA. Grótta situr hins vegar enn eftir á listanum og er þar sagt í banni í næstu þremur félagaskiptagluggum, en líkt og í tilviki Fram hefur félagið möguleika á að losna fljótt úr banninu. Ekki liggur fyrir um nákvæmlega hvað mál Gróttu snýst en Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, fullyrti í samtali við Vísi í síðustu viku að félagið hefði ekki áhyggjur af málinu og myndi greiða þær skuldir sem þyrfti. Hann kvartaði hins vegar undan algjöru samskiptaleysi af hálfu Gróttu. Í síðustu viku hafði KSÍ, sem sér um að framfylgja banni FIFA innanlands, ekki heldur heyrt neitt frá FIFA í tengslum við bönnin og sagði Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, það vera sérstakt. Hafði hann þá sent bréf til FIFA og óskað eftir skýringum. Besta deild karla FIFA Fram Grótta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þetta má sjá á sérstökum vef FIFA sem heldur utan um þau félög sem eru í félagaskiptabanni. Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög höfðu þá bæst á listann en mikið virðist hafa vantað upp á samskipti á milli FIFA, KSÍ og félaganna tveggja í aðdraganda þess. Mál Framara var hins vegar auðleyst en eins og Vísir greindi fyrst frá snerist mál þeirra um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Grótta eina íslenska félagið á listanum Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í skammarkróknum hjá FIFA. Grótta situr hins vegar enn eftir á listanum og er þar sagt í banni í næstu þremur félagaskiptagluggum, en líkt og í tilviki Fram hefur félagið möguleika á að losna fljótt úr banninu. Ekki liggur fyrir um nákvæmlega hvað mál Gróttu snýst en Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, fullyrti í samtali við Vísi í síðustu viku að félagið hefði ekki áhyggjur af málinu og myndi greiða þær skuldir sem þyrfti. Hann kvartaði hins vegar undan algjöru samskiptaleysi af hálfu Gróttu. Í síðustu viku hafði KSÍ, sem sér um að framfylgja banni FIFA innanlands, ekki heldur heyrt neitt frá FIFA í tengslum við bönnin og sagði Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, það vera sérstakt. Hafði hann þá sent bréf til FIFA og óskað eftir skýringum.
Besta deild karla FIFA Fram Grótta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira