Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 17:01 Rodri kyssir Gullknöttinn, Ballon d'Or, sem hann fékk á síðasta ári fyrir að vera besti fótboltamaður heims á árinu 2024. Getty/James Gill Manchester City vonast greinilega eftir því að geta notað spænska miðjumanninn Rodri á þessu tímabili. Rodri er nefnilega í 25 manna leikmannahópi City fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar sem var tilkynntur inn til UEFA í gær. Nýju mennirnir Omar Marmoush, Nico González og Abdukodir Khusanov eru einnig á listanum en það er ekkert pláss fyrir Vitor Reis sem kom frá brasilíska félaginu Palmeiras í janúar. ESPN segir frá. City endaði í 22. sæti deildakeppni Meistaradeildarinnar sem þýddi tvo umspilsleiki við Real Madrid um sæti í sextán liða úrslitunum. Fyrri leikurinn er á Etihad leikvanginum á þriðjudaginn en sá síðari er á Bernabéu leikvanginum 19. febrúar. Rodri mun örugglega ekki spila þessa tvo leiki en hann sleit krossband í leik á móti Arsenal í september. City vonast til að komast sem lengst í keppninni og gæti nú mögulega nýtt sér þjónustu þessa frábæra miðjumanns þegar lengra er komið fram í keppnina. Rodri hefur sjálfur talað um að stefna á það að vera með í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum í júní. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fara varlega með þennan mikilvæga leikmann og vill ekki að hann flýti sér of hratt til baka. City mátti bara gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir framhaldið í Meistaradeildinni og það var því ekki eins og Rodri sé að halda Vitor Reis út úr hópnum. Guardiola mátti bara taka þrjá af nýju leikmönnunum fjórum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Rodri er nefnilega í 25 manna leikmannahópi City fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar sem var tilkynntur inn til UEFA í gær. Nýju mennirnir Omar Marmoush, Nico González og Abdukodir Khusanov eru einnig á listanum en það er ekkert pláss fyrir Vitor Reis sem kom frá brasilíska félaginu Palmeiras í janúar. ESPN segir frá. City endaði í 22. sæti deildakeppni Meistaradeildarinnar sem þýddi tvo umspilsleiki við Real Madrid um sæti í sextán liða úrslitunum. Fyrri leikurinn er á Etihad leikvanginum á þriðjudaginn en sá síðari er á Bernabéu leikvanginum 19. febrúar. Rodri mun örugglega ekki spila þessa tvo leiki en hann sleit krossband í leik á móti Arsenal í september. City vonast til að komast sem lengst í keppninni og gæti nú mögulega nýtt sér þjónustu þessa frábæra miðjumanns þegar lengra er komið fram í keppnina. Rodri hefur sjálfur talað um að stefna á það að vera með í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum í júní. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fara varlega með þennan mikilvæga leikmann og vill ekki að hann flýti sér of hratt til baka. City mátti bara gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir framhaldið í Meistaradeildinni og það var því ekki eins og Rodri sé að halda Vitor Reis út úr hópnum. Guardiola mátti bara taka þrjá af nýju leikmönnunum fjórum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn