„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 15:39 Trey fékk brak í höfuðið úr sjúkraflugvélinni sem hrapaði til jarðar í Fíladelfíu á föstudag. Hann er nú að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Facebook/AP Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025 Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025
Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira