Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Snorri Steinn Guðjónsson með aðstoðarmanni sínum Arnóri Atlasyni eftir lokaleik Íslands á heimsmeistaramótinu þar sem íslenska liðið vann sinn fimmta sigur í sex leikjum. Vísir/Vilhelm Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira