Baráttukonur minnast Ólafar Töru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 11:47 Ólafar Töru Harðardóttur baráttukonu er minnst með hlýhug. Vísir/Samsett Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún. Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún.
Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18