Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2025 14:06 Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo nýta megi betur rafrænar lausnir og skapa þannig hagræði við lánaumsýslu. Mynd úr safni. Vísir Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna. Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna.
Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira