Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 21:41 Ahmad al-Sharaa, er formlega orðinn forseti Sýrlands, samkvæmt ríkismiðli landsins. AP/Mosa'ab Elshamy Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá. Sýrland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá.
Sýrland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira