Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 12:07 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki. Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki.
Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira