Mona Lisa fær sérherbergi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 19:23 Macron hélt blaðamannafund í dag um fyrirhugaða uppbyggingu og endurbætur á Louvre-safninu í París. AP Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári. Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári.
Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira