Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 08:20 Konan er sökuð um að hafa valdið dóttur sinni ómældum þjáningum í þeim tilgangi að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum og falast eftir peningum. Getty Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök. Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök.
Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira