Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2025 11:57 Nokkrir eftirlifenda báru húfur eða önnur klæði með röndunum sem einkenndu fangabúningana í Auschwitz. AP/Oded Balilty „Faðir minn stökk fyrstur úr lestinni og ég á eftir honum. En þegar ég lenti þá sá ég hann ekki... hann var horfinn, eins og dögg fyrir sólu. Þeir tóku hann, við vissum ekki hvert. Án kossa, án kveðju þá hvarf hann. Ég sá hann aldrei aftur.“ Þannig lýsir Renee Salt augnablikinu þegar hún sá föður sinn síðast, við komuna í Auschwitz II - Birkenau í Póllandi. BBC ræddi við Salt og fleiri einstaklinga sem lifðu dvöl í útrýmingarbúðunum en þeim fer hratt fækkandi. Um 50 hugðust vera viðstaddir dagskrá í Auschwitz í dag en þess er nú minnst að 80 ár eru liðin frá því að Sovétmenn frelsuðu búðirnar. Eftirlifendur og ástvinir þeirra söfnuðust saman í morgun við svokallaðan „dauðavegg“, þar sem fjöldi fanga var skotinn til bana.AP/Oded Balilty Arek Hersh var 16 ára þegar hann var fluttur til Auschwitz II-Birkenau árið 1942. Það var honum til bjargar að hann var álitinn nógu gamall til að vinna og því var hann fluttur í vinnubúðirnar á staðnum. „Fólkið sem var valið til að fara í gasklefann, það var látið fara til vinstri,“ segir hann. Hersh veitti því fljótt eftirtekt að margir karlanna sem voru með honum báru númer á handleggnum. Hann spurði hvort hann þyrfti líka að fá númer. „Já, algjörlega. Já,“ svöruðu þeir. Hersh var merktur B7608. „Ég tapaði nafninu algjörlega.“ Snjórinn varð rauður af blóði Þann 27. janúar 1945 voru aðeins 7.000 fangar eftir í Auschwitz; þeir sem voru of veikir eða veikburða til að taka þátt í svokölluðum dauðagöngum. Nasistarnir reyndu allt hvað þeir gátu að eyðileggja ummerkin um voðaverk sín og neyddu um 56 þúsund manns til að yfirgefa búðirnar í kuldanum. Þeir sem fóru of hægt yfir voru einfaldlega skotnir og talið er að um 15 þúsund manns hafi farist á göngunni. „Þeir neyddu fólk til að hlaupa og þeir sem gátu ekki fylgt eftir voru skotnir samstundis. Hvítur snjórinn varð rauður af blóði þeirra sem þeir drápu,“ segir Jona Laks, sem lifði göngurnar af. Auschwitz voru upphaflega pólskar herbúðir en þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland var þeim breytt í búðir fyrir pólitíska fanga. Búðirnar voru smám saman stækkaðar verulega og síðar meir risu aðrar búðir á staðnum; Auschwitz II - Birkinau og Auschwitz III - Monowitz. Auschwitz voru einar af sex útrýmingarbúðum nasista, sem áttu að leysa „gyðingavandann“ sem Adolf Hitler og samstarfsmönnum hans var svo hugleikinn. Allt að 14 þúsund manns voru teknir af lífi dags daglega í Auschwitz, samtals 1,1 milljón manns af 1,3 milljónum sem voru fluttar þangað. Um það bil 6 milljónir gyðinga voru drepnir í Helförinni, um 90 prósent allra gyðinga í Póllandi og tveir þriðjuhlutar allra gyðinga í Evrópu. Fangar sættu pyntingum og hræðilegum læknisfræðilegum tilraunum í búðunum. Auk gasklefanna var öðrum aðferðum beitt við útrýminguna og fjöldi skotinn, svo eitthvað sé nefnt. Saga sem má ekki gleymast en er nú þegar að falla í gleymsku „Við erum varðmenn minninganna,“ sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, í morgun en hann er eini stjórnmálamaðurinn sem mun tjá sig við athafnir dagsins. Meðal viðstaddra verða Karl III Bretakonungur, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti auk fjölda annarra þjóðhöfðingja. Miguel Berger, sendiherra Þýskalands, sagði í samtali við BBC að það væri ábyrgð Þýskalands að fræða unga fólkið um Helförina, til að tryggja að sagan, hryllingurinn og lærdómurinn féllu ekki í gleymsku. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að þriðjungur Breta á aldrinum 18 til 29 ára gat ekki nefnt einar einustu útrýmingarbúðir á nafn. Nærri helmingur Frakka í sama aldurshóp sögðust ekki hafa heyrt um Helförina en hlutfallið var 15 prósent í Rúmeníu, 14 prósent í Austurríki og 12 prósent í Þýskalandi. Auk Auschwitz starfræktu nasistar fimm aðrar útrýmingarbúðir í Póllandi; Treblinka, Belzec, Sobibor, Chelmno og Majdanek. Myndin var tekin í morgun og sýnir rós á minnisvarðanum um helförina í Berlín.AP/Markus Schreiber Rússneskum embættismönnum var ekki boðið að vera viðstaddir athafnir dagsins sökum stríðsins í Úkraínu. Þeir hafa hins vegar staðið fyrir eigin viðburðum til minningar um þær milljónir Sovétmanna sem létust í seinni heimstyrjöldinni. Á sama tíma og hið opinbera efnir til athafna til að minnast liðinna tíma lifir hryllingurinn með þeim sem upplifðu hann. Albrecht „Albi“ Weinberg, 99 ára, lýsir því meðal annars í viðtali við Guardian hvernig hann hafði alla grunaða þegar hann flutti fyrst inn á hjúkrunarheimili í Þýskalandi eftir að hafa verið búsettur í Bandaríkjunum. „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi, þegar ég lít í spegilinn á meðan ég þvæ mér um andlitið og sé húðflúrið mitt,“ segir hann. „Ég heimsótti Auschwitz einu sinni, árið 2011. Þá fór ég með Kaddish (bæn syrgjenda) með öðrum gyðingum þar sem ofnarnir stóðu og þá upplifði ég einhvern frið í fyrsta sinn.“ Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Pólland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Þannig lýsir Renee Salt augnablikinu þegar hún sá föður sinn síðast, við komuna í Auschwitz II - Birkenau í Póllandi. BBC ræddi við Salt og fleiri einstaklinga sem lifðu dvöl í útrýmingarbúðunum en þeim fer hratt fækkandi. Um 50 hugðust vera viðstaddir dagskrá í Auschwitz í dag en þess er nú minnst að 80 ár eru liðin frá því að Sovétmenn frelsuðu búðirnar. Eftirlifendur og ástvinir þeirra söfnuðust saman í morgun við svokallaðan „dauðavegg“, þar sem fjöldi fanga var skotinn til bana.AP/Oded Balilty Arek Hersh var 16 ára þegar hann var fluttur til Auschwitz II-Birkenau árið 1942. Það var honum til bjargar að hann var álitinn nógu gamall til að vinna og því var hann fluttur í vinnubúðirnar á staðnum. „Fólkið sem var valið til að fara í gasklefann, það var látið fara til vinstri,“ segir hann. Hersh veitti því fljótt eftirtekt að margir karlanna sem voru með honum báru númer á handleggnum. Hann spurði hvort hann þyrfti líka að fá númer. „Já, algjörlega. Já,“ svöruðu þeir. Hersh var merktur B7608. „Ég tapaði nafninu algjörlega.“ Snjórinn varð rauður af blóði Þann 27. janúar 1945 voru aðeins 7.000 fangar eftir í Auschwitz; þeir sem voru of veikir eða veikburða til að taka þátt í svokölluðum dauðagöngum. Nasistarnir reyndu allt hvað þeir gátu að eyðileggja ummerkin um voðaverk sín og neyddu um 56 þúsund manns til að yfirgefa búðirnar í kuldanum. Þeir sem fóru of hægt yfir voru einfaldlega skotnir og talið er að um 15 þúsund manns hafi farist á göngunni. „Þeir neyddu fólk til að hlaupa og þeir sem gátu ekki fylgt eftir voru skotnir samstundis. Hvítur snjórinn varð rauður af blóði þeirra sem þeir drápu,“ segir Jona Laks, sem lifði göngurnar af. Auschwitz voru upphaflega pólskar herbúðir en þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland var þeim breytt í búðir fyrir pólitíska fanga. Búðirnar voru smám saman stækkaðar verulega og síðar meir risu aðrar búðir á staðnum; Auschwitz II - Birkinau og Auschwitz III - Monowitz. Auschwitz voru einar af sex útrýmingarbúðum nasista, sem áttu að leysa „gyðingavandann“ sem Adolf Hitler og samstarfsmönnum hans var svo hugleikinn. Allt að 14 þúsund manns voru teknir af lífi dags daglega í Auschwitz, samtals 1,1 milljón manns af 1,3 milljónum sem voru fluttar þangað. Um það bil 6 milljónir gyðinga voru drepnir í Helförinni, um 90 prósent allra gyðinga í Póllandi og tveir þriðjuhlutar allra gyðinga í Evrópu. Fangar sættu pyntingum og hræðilegum læknisfræðilegum tilraunum í búðunum. Auk gasklefanna var öðrum aðferðum beitt við útrýminguna og fjöldi skotinn, svo eitthvað sé nefnt. Saga sem má ekki gleymast en er nú þegar að falla í gleymsku „Við erum varðmenn minninganna,“ sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, í morgun en hann er eini stjórnmálamaðurinn sem mun tjá sig við athafnir dagsins. Meðal viðstaddra verða Karl III Bretakonungur, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti auk fjölda annarra þjóðhöfðingja. Miguel Berger, sendiherra Þýskalands, sagði í samtali við BBC að það væri ábyrgð Þýskalands að fræða unga fólkið um Helförina, til að tryggja að sagan, hryllingurinn og lærdómurinn féllu ekki í gleymsku. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að þriðjungur Breta á aldrinum 18 til 29 ára gat ekki nefnt einar einustu útrýmingarbúðir á nafn. Nærri helmingur Frakka í sama aldurshóp sögðust ekki hafa heyrt um Helförina en hlutfallið var 15 prósent í Rúmeníu, 14 prósent í Austurríki og 12 prósent í Þýskalandi. Auk Auschwitz starfræktu nasistar fimm aðrar útrýmingarbúðir í Póllandi; Treblinka, Belzec, Sobibor, Chelmno og Majdanek. Myndin var tekin í morgun og sýnir rós á minnisvarðanum um helförina í Berlín.AP/Markus Schreiber Rússneskum embættismönnum var ekki boðið að vera viðstaddir athafnir dagsins sökum stríðsins í Úkraínu. Þeir hafa hins vegar staðið fyrir eigin viðburðum til minningar um þær milljónir Sovétmanna sem létust í seinni heimstyrjöldinni. Á sama tíma og hið opinbera efnir til athafna til að minnast liðinna tíma lifir hryllingurinn með þeim sem upplifðu hann. Albrecht „Albi“ Weinberg, 99 ára, lýsir því meðal annars í viðtali við Guardian hvernig hann hafði alla grunaða þegar hann flutti fyrst inn á hjúkrunarheimili í Þýskalandi eftir að hafa verið búsettur í Bandaríkjunum. „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi, þegar ég lít í spegilinn á meðan ég þvæ mér um andlitið og sé húðflúrið mitt,“ segir hann. „Ég heimsótti Auschwitz einu sinni, árið 2011. Þá fór ég með Kaddish (bæn syrgjenda) með öðrum gyðingum þar sem ofnarnir stóðu og þá upplifði ég einhvern frið í fyrsta sinn.“
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Pólland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira