Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 16:48 Ekki eru taldar miklar líkur á að loðnuveiðar verði leyfðar í vetur. Vísir/Sigurjón Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Hafrannsóknarstofnun segir að líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum hafi rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafi tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar séu núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum standi eftir og þær muni klárast um eða eftir helgi. Telja rétt að greina strax frá „Þótt mælingum sé ekki lokið telur Hafrannsóknastofnun rétt að greina strax frá bráðabirgða niðurstöðum mælinganna fram til 24. janúar.“ Fyrir austan land hafi orðið vart við fullorðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þéttleika syðst. Einnig hafi fullorðin loðna verið norðvestan til á athugunarsvæðinu en nánast ekkert hafi sést af henni fyrir Norðurlandi. Mælingum ekki lokið „Niðurstöður bermálsmælinganna sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.“ Þetta sé skrifað með þeim fyrirvara að mælingum er ekki lokið fyrir vestan land. Gert sé ráð fyrir að niðurstöður og samantekt alls leiðangursins gætu legið fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Ákvarðanir um frekari mælingar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24 Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Hafrannsóknarstofnun segir að líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum hafi rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafi tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar séu núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum standi eftir og þær muni klárast um eða eftir helgi. Telja rétt að greina strax frá „Þótt mælingum sé ekki lokið telur Hafrannsóknastofnun rétt að greina strax frá bráðabirgða niðurstöðum mælinganna fram til 24. janúar.“ Fyrir austan land hafi orðið vart við fullorðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þéttleika syðst. Einnig hafi fullorðin loðna verið norðvestan til á athugunarsvæðinu en nánast ekkert hafi sést af henni fyrir Norðurlandi. Mælingum ekki lokið „Niðurstöður bermálsmælinganna sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.“ Þetta sé skrifað með þeim fyrirvara að mælingum er ekki lokið fyrir vestan land. Gert sé ráð fyrir að niðurstöður og samantekt alls leiðangursins gætu legið fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Ákvarðanir um frekari mælingar liggi ekki fyrir enn sem komið er.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24 Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09