„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 14:32 Snorri Steinn er með báða fætur á jörðinni þó svo gengið hafi verið frábært á HM. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. „Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn