„Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:31 Múte B. Egede lagði áherslu á rétt Grænlendinga til að ákveða hver framtíð þeirra væri. AP/Mads Claus Rasmussen Formaður landsstjórnar Grænlands hélt blaðamannafund fyrr í dag vegna nýlegra og endurtekinna ummæla nýs Bandaríkjaforseta sem girnist Grænland. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn“ sagði Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands er hann hóf fundinn samkvæmt danska ríkisútvarpinu. Þá sagðist hann ekki leyna því að staða landa hans væri slæm. Með Egede var Vivian Motzfeld, sjálfstæðis- og utanríkisráðherra í landstjórn Grænlands. Hún sagðist vera reyna að ná sambandi við starfsfólks Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. „Við verðum að sameinast um að styrkja Grænland. Við verðum að geta unnið í sátt og samlyndi,“ sagði Motzfeld. Egede var þá spurður út í ummæli Trump, sem sagði Dani þurfa að selja Bandaríkjamönnum Grænland. „Landið okkar og fólkið í því kemur til með að ákveða hvað gera skal. Önnur lönd geta ekki ráðið því hvað við gerum,“ svaraði Egede. Þrátt fyrir að vilja sjálfstæði segir Egede að Grænlendingar vilji ekki hætta samstarfi sínu með Dönum heldur vinna saman sem jafningjar. Hann lagði mikla áherslu á að Grænlendingar ráði sér sjálfir. „Við verðum að standa saman sem land. Allir flokkar verða að standa saman. Þrátt fyrir að við séum fá þá er rödd okkar sterk,“ sagði Egede í lokin. Grænland Donald Trump Danmörk Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
„Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn“ sagði Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands er hann hóf fundinn samkvæmt danska ríkisútvarpinu. Þá sagðist hann ekki leyna því að staða landa hans væri slæm. Með Egede var Vivian Motzfeld, sjálfstæðis- og utanríkisráðherra í landstjórn Grænlands. Hún sagðist vera reyna að ná sambandi við starfsfólks Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. „Við verðum að sameinast um að styrkja Grænland. Við verðum að geta unnið í sátt og samlyndi,“ sagði Motzfeld. Egede var þá spurður út í ummæli Trump, sem sagði Dani þurfa að selja Bandaríkjamönnum Grænland. „Landið okkar og fólkið í því kemur til með að ákveða hvað gera skal. Önnur lönd geta ekki ráðið því hvað við gerum,“ svaraði Egede. Þrátt fyrir að vilja sjálfstæði segir Egede að Grænlendingar vilji ekki hætta samstarfi sínu með Dönum heldur vinna saman sem jafningjar. Hann lagði mikla áherslu á að Grænlendingar ráði sér sjálfir. „Við verðum að standa saman sem land. Allir flokkar verða að standa saman. Þrátt fyrir að við séum fá þá er rödd okkar sterk,“ sagði Egede í lokin.
Grænland Donald Trump Danmörk Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira