Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 16:19 Pete Hegseth, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. Demókratar hafa þegar mótmælt tilnefningu Hegseth vegna ásakana um kynferðisbrots og drykkju hans. Þeir hafa einnig sagt að Hegseth búi ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra varnarmálaráðuneytinu. Hegseth er nú starfandi varnarmálaráðherra. Ekki liggur fyrir hvenær tilnefning hans verður tekin fyrir en líklegt er að hún verði samþykkt af Repúblikönum, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Vika er síðan tilnefning hans var tekin fyrir í varnarmálanefnd öldungadeildarinnar en þá var hann meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Fyrsta uppsögnin innan varnarmálaráðuneytisins var opinberuð í dag en aðmírállinn Linda Fagan hefur verið rekin sem yfirmaður Strandgæslu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan sem tók við stjórn einnar af greinum herafla Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðsla möguleg um helgina Enn sem komið er hefur eingöngu Marco Rubio hlotið náð þingmanna öldungadeildarinnar í háttsett embætti en hann mun stýra utanríkisráðuneytinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins vonast til þess að John Ratcliffe nái í gegnum þingið seinna í dag en hann á að taka við stjórn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Blaðamenn Punchbowl News segja að til standi að reyna að koma Hegseth eða Kristy Noem, sem tilnefnd er til embættis heimavarnarráðherra, í kjölfar Ratcliffe. Ólíklegt er að tilnefning Noem muni mæta mikilli andspyrnu meðal Demókrata en það sama má ekki segja um tilnefningu Hegseth. Séu Repúblikanar sammála um að samþykkja tilnefningu hans er þó lítið annað sem Demókratar geta gert en að nýta allan sinn tíma til að spyrja hann spurninga á þingfundi og reisa alla þá tálma sem þeir geta í leiðinni. Þeir eru þó allir tímabundnir en John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að keyrt verði í gegnum þessa tálma. Atkvæðagreiðslan um tilnefningu hans gæti þá mögulega átt sér stað um helgina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Demókratar hafa þegar mótmælt tilnefningu Hegseth vegna ásakana um kynferðisbrots og drykkju hans. Þeir hafa einnig sagt að Hegseth búi ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra varnarmálaráðuneytinu. Hegseth er nú starfandi varnarmálaráðherra. Ekki liggur fyrir hvenær tilnefning hans verður tekin fyrir en líklegt er að hún verði samþykkt af Repúblikönum, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Vika er síðan tilnefning hans var tekin fyrir í varnarmálanefnd öldungadeildarinnar en þá var hann meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Fyrsta uppsögnin innan varnarmálaráðuneytisins var opinberuð í dag en aðmírállinn Linda Fagan hefur verið rekin sem yfirmaður Strandgæslu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan sem tók við stjórn einnar af greinum herafla Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðsla möguleg um helgina Enn sem komið er hefur eingöngu Marco Rubio hlotið náð þingmanna öldungadeildarinnar í háttsett embætti en hann mun stýra utanríkisráðuneytinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins vonast til þess að John Ratcliffe nái í gegnum þingið seinna í dag en hann á að taka við stjórn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Blaðamenn Punchbowl News segja að til standi að reyna að koma Hegseth eða Kristy Noem, sem tilnefnd er til embættis heimavarnarráðherra, í kjölfar Ratcliffe. Ólíklegt er að tilnefning Noem muni mæta mikilli andspyrnu meðal Demókrata en það sama má ekki segja um tilnefningu Hegseth. Séu Repúblikanar sammála um að samþykkja tilnefningu hans er þó lítið annað sem Demókratar geta gert en að nýta allan sinn tíma til að spyrja hann spurninga á þingfundi og reisa alla þá tálma sem þeir geta í leiðinni. Þeir eru þó allir tímabundnir en John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að keyrt verði í gegnum þessa tálma. Atkvæðagreiðslan um tilnefningu hans gæti þá mögulega átt sér stað um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent