„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:31 Það lá mjög vel á Ibrahima Konate á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Lille í Meistaradeildinni. Getty/Liverpool FC Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté. Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté.
Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira