Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. janúar 2025 20:44 88 prósent félagsmanna kusu með verkfalli. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“ Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“
Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira