Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2025 21:42 Skólahúsið í Ólafsdal var reist árið 1896 og hýsti fyrsta búnaðarskóla Íslands. Myndin er frá árinu 2017. Arnar Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu sjö kílómetra vegarkafla á Steinadalsvegi í Dalabyggð. Í verkinu felast endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi. Í útboðsauglýsingu kemur fram að verkinu skuli að fullu lokið um miðjan ágústmánuð á næsta ári, 2026. Frestur til að skila inn tilboðum er til 4. febrúar næstkomandi. Áður en Gilsfjarðarbrú stytti leiðina um fjörðinn var vegarkaflinn hluti Vestfjarðavegar. Hann liggur um sunnanverðan Gilsfjörð úr Saurbæ og að gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Þar hefur Minjavernd undanfarin ár staðið fyrir endurreisn hins fornfræga staðar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, Vegagerðina og sveitarfélagið Dalabyggð. Uppbygging vegar með bundnu slitlagi er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að byggja þar upp menningartengda ferðaþjónustu. Nýleg mynd úr Ólafsdal að vetrarlagi.Minjavernd Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins lagði nýlega til að stofnaður yrði þjóðgarður í Dalabyggð. Horft yrði til þess að gestastofa þjóðgarðsins yrði í Ólafsdal. Á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins er Ólafsdal lýst sem einum merkasta menningarminjastað á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir ráku þar á árunum 1880 til 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita á Íslandi. Skólahûsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf. Ólafsdalur um aldamótin 1900. Byggingar búnaðarskólans mynduðu lítið þorp.Stjórnarráðið Á heimasíðu Minjaverndar kemur fram að unnið hafi verið að endurbyggingu og endurgerð fjögurra húsa sem fyrir voru; Smíðastofu, Mjólkurhúss, Fjóss og Haughúss. Jafnframt hafi verið reistar tvær byggingar sem ekki voru fyrir, Jarðskemma nokkru frá húsunum og Lækjarhús sem hýsa muni lager og tæknirými svæðisins. Þá hafi verið unnið að viðgerðum og endurbyggingu Skólahússins sjálfs. Samhliða þessum framkvæmdum sé unnið við stígagerð um Ólafsdal, fornleifauppgröft víkingaaldarskála innar í dalnum og uppsetningu á merkingum og upplýsingum um líf og starf í dalnum frá upphafi landnáms til nútíma. Stöð 2 fjallaði um endurreisn Ólafsdals í þessari frétt árið 2017: Einnig var fjallað um Ólafsdal í þættinum Um land allt árið 2017 þar sem Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um gullna söguhringinn um Dalabyggð: Dalabyggð Vegagerð Fornminjar Landbúnaður Þjóðgarðar Um land allt Tengdar fréttir Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Í útboðsauglýsingu kemur fram að verkinu skuli að fullu lokið um miðjan ágústmánuð á næsta ári, 2026. Frestur til að skila inn tilboðum er til 4. febrúar næstkomandi. Áður en Gilsfjarðarbrú stytti leiðina um fjörðinn var vegarkaflinn hluti Vestfjarðavegar. Hann liggur um sunnanverðan Gilsfjörð úr Saurbæ og að gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Þar hefur Minjavernd undanfarin ár staðið fyrir endurreisn hins fornfræga staðar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, Vegagerðina og sveitarfélagið Dalabyggð. Uppbygging vegar með bundnu slitlagi er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að byggja þar upp menningartengda ferðaþjónustu. Nýleg mynd úr Ólafsdal að vetrarlagi.Minjavernd Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins lagði nýlega til að stofnaður yrði þjóðgarður í Dalabyggð. Horft yrði til þess að gestastofa þjóðgarðsins yrði í Ólafsdal. Á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins er Ólafsdal lýst sem einum merkasta menningarminjastað á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir ráku þar á árunum 1880 til 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita á Íslandi. Skólahûsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf. Ólafsdalur um aldamótin 1900. Byggingar búnaðarskólans mynduðu lítið þorp.Stjórnarráðið Á heimasíðu Minjaverndar kemur fram að unnið hafi verið að endurbyggingu og endurgerð fjögurra húsa sem fyrir voru; Smíðastofu, Mjólkurhúss, Fjóss og Haughúss. Jafnframt hafi verið reistar tvær byggingar sem ekki voru fyrir, Jarðskemma nokkru frá húsunum og Lækjarhús sem hýsa muni lager og tæknirými svæðisins. Þá hafi verið unnið að viðgerðum og endurbyggingu Skólahússins sjálfs. Samhliða þessum framkvæmdum sé unnið við stígagerð um Ólafsdal, fornleifauppgröft víkingaaldarskála innar í dalnum og uppsetningu á merkingum og upplýsingum um líf og starf í dalnum frá upphafi landnáms til nútíma. Stöð 2 fjallaði um endurreisn Ólafsdals í þessari frétt árið 2017: Einnig var fjallað um Ólafsdal í þættinum Um land allt árið 2017 þar sem Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um gullna söguhringinn um Dalabyggð:
Dalabyggð Vegagerð Fornminjar Landbúnaður Þjóðgarðar Um land allt Tengdar fréttir Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5. nóvember 2024 17:43
Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. 19. ágúst 2015 17:14