Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 10:10 Fáni Íran með Tehran í bakgrunni. Getty Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina. Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans. Íran Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans.
Íran Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira