Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:32 Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar