Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Christopher Macchio og Carrie Underwood munu troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump þann 20. janúar næstkomandi. AP/Getty Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent