Segir tímann ekki lækna sorgina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 13:00 Naya Rivera lést af slysförum árið 2020. Barnsfaðir hennar Ryan Dorsey saknar hennar stöðugt. Vittorio Zunino Celotto/Getty Images Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Naya Rivera sló í gegn í hinum gríðarlega vinsælu söngleikjaþáttum Glee sem klappstýran Santana Lopez. Þann 8. júlí 2020 drukknaði Naya í Lake Peru í Kaliforníu þar sem hún hafði verið ein í fríi ásamt syni hennar og Ryans. View this post on Instagram A post shared by Naya Rivera (@nayarivera) Naya og Ryan byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2010 en áttu ekki eftir að verða að pari fyrr en nokkrum árum síðar. Þau giftu sig í leyni og samband þeirra var oft á tíðum stormasamt en þrátt fyrir að Naya hafi verið búin að sækja um skilnað settu þau son sinn í fyrsta sæti og héldu góðu sambandi. Í tilefni af afmælisdegi Nayu, sem hefði orðið 38 ára, skrifar Ryan: „Til hamingju með himneskt afmælið þitt. Fimm afmælisdagar síðan þú fórst. Á hverjum degi koma upp hugsanir um hvernig þetta fór úrskeiðis.“ View this post on Instagram A post shared by Ryan Dorsey (@dorseyryan) Hann segist jafnframt stöðugt sjá hana ljóslifandi fyrir sér og það flakki á milli gleði og sorgar. „Ég skýst aftur um fimmtán ár þegar ég heyri ákveðið lag og ég hristi enn oft höfuðið og trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn. Þau segja að tíminn lækni öll sár en sorg á ekki við um það. Ég er að gera mitt allra besta fyrir son okkar JoJo Binx. Eftir því sem tíminn líður sit ég oftar með sjálfum mér og hugsa. Ég rifja upp góða tíma frá okkur, eins og þessi mynd úr fortíðinni sem ég deili hér en vá hvað þetta stingur mikið ennþá. Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta, komið vel fram við fólkið sem þið elskið. Þið vitið aldrei hvenær þið knúsið það í síðasta skipti.“ Hollywood Sorg Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Naya Rivera sló í gegn í hinum gríðarlega vinsælu söngleikjaþáttum Glee sem klappstýran Santana Lopez. Þann 8. júlí 2020 drukknaði Naya í Lake Peru í Kaliforníu þar sem hún hafði verið ein í fríi ásamt syni hennar og Ryans. View this post on Instagram A post shared by Naya Rivera (@nayarivera) Naya og Ryan byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2010 en áttu ekki eftir að verða að pari fyrr en nokkrum árum síðar. Þau giftu sig í leyni og samband þeirra var oft á tíðum stormasamt en þrátt fyrir að Naya hafi verið búin að sækja um skilnað settu þau son sinn í fyrsta sæti og héldu góðu sambandi. Í tilefni af afmælisdegi Nayu, sem hefði orðið 38 ára, skrifar Ryan: „Til hamingju með himneskt afmælið þitt. Fimm afmælisdagar síðan þú fórst. Á hverjum degi koma upp hugsanir um hvernig þetta fór úrskeiðis.“ View this post on Instagram A post shared by Ryan Dorsey (@dorseyryan) Hann segist jafnframt stöðugt sjá hana ljóslifandi fyrir sér og það flakki á milli gleði og sorgar. „Ég skýst aftur um fimmtán ár þegar ég heyri ákveðið lag og ég hristi enn oft höfuðið og trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn. Þau segja að tíminn lækni öll sár en sorg á ekki við um það. Ég er að gera mitt allra besta fyrir son okkar JoJo Binx. Eftir því sem tíminn líður sit ég oftar með sjálfum mér og hugsa. Ég rifja upp góða tíma frá okkur, eins og þessi mynd úr fortíðinni sem ég deili hér en vá hvað þetta stingur mikið ennþá. Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta, komið vel fram við fólkið sem þið elskið. Þið vitið aldrei hvenær þið knúsið það í síðasta skipti.“
Hollywood Sorg Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira