Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 10:02 Altay Bayindir fagnar eftir að hafa varið vítaspyrnu Kais Havertz. getty/James Gill Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32
„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32
„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31