„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 15:00 Rósa Líf segir að ást sín á hestum hafi kveikt neistann í baráttu hennar fyrir dýravelferð. „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“ Heilsa Vegan Matur Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“
Heilsa Vegan Matur Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira