Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“
Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24
Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12