Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 13:32 Strákasveitin Iceguys er sú langvinsælasta hér á landi þessi misserin. Róbert Arnar Það kom aldrei til tals hjá strákunum í einni vinsælustu hljómsveit landsins Iceguys að taka þátt í Söngvakeppninni í ár. Þetta segir umboðsmaður sveitarinnar. Líkt og fram hefur komið fer Söngvakeppnin fram þrjár helgar í febrúar. Tíu lög munu taka þátt og hyggst Ríkisútvarpið svipta hulunni af keppendum þann 17. janúar. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Eins og alþjóð man eftir reyndist þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra þar að auki gríðarlega umdeild hérlendis vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsástands á Gasa. Svo fór að Hera Björk fór út fyrir Íslands hönd og mátti sæta gagnrýni vegna þessa, jafnvel þótt tónlistarmenn á borð við Bubba biðu vægðar fyrir hennar hönd. Deild neðar Enn á eftir að koma í ljós hvort þátttaka Íslands í Eurovision og Söngvakeppnin verði eins umdeild í ár og hún var í fyrra. Óvissan hefur samt ekki komið í veg fyrir vangaveltur gárunga um það hverjir munu koma til með að keppa í ár og ber nafn Iceguys sveitarinnar reglulega á góma. Engan skal undra enda hefur sveitin notið fordæmalausra vinsælda undanfarna mánuði. Strákarnir seldu upp fimm Laugardalshallir í desember og ljóst að sveitin nýtur gríðarlegrar hylli, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar sem margir myndu fullyrða að elski Eurovision hvað mest. „Það er af og frá að Iceguys séu að fara að taka þátt í Eurovision,“ segir Máni Pétursson umboðsmaður og eigandi Paxal í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi ekki einu sinni komið til tals hjá strákunum. „Og mun aldrei gera það.“ Máni bætti um betur þegar hann ræddi sömu spurningu við Reykjavík síðdegis í síðasta mánuði. Við það tilefni sagði hann að Eurovision væri einfaldlega önnur deild. „Það mun aldrei gerast að Iceguys fari í Eurovision. Viltu fá Mána á X-inu svarið við þessu? Eurovision keppnin er bara einhver önnur deild. Deild neðar. Það hefur einn listamaður frá mér farið í það og hann lenti í öðru sæti og það er það besta sem hefur komið fyrir hann og aldrei aftur. Þannig það mun ekki gerast.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Líkt og fram hefur komið fer Söngvakeppnin fram þrjár helgar í febrúar. Tíu lög munu taka þátt og hyggst Ríkisútvarpið svipta hulunni af keppendum þann 17. janúar. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Eins og alþjóð man eftir reyndist þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra þar að auki gríðarlega umdeild hérlendis vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsástands á Gasa. Svo fór að Hera Björk fór út fyrir Íslands hönd og mátti sæta gagnrýni vegna þessa, jafnvel þótt tónlistarmenn á borð við Bubba biðu vægðar fyrir hennar hönd. Deild neðar Enn á eftir að koma í ljós hvort þátttaka Íslands í Eurovision og Söngvakeppnin verði eins umdeild í ár og hún var í fyrra. Óvissan hefur samt ekki komið í veg fyrir vangaveltur gárunga um það hverjir munu koma til með að keppa í ár og ber nafn Iceguys sveitarinnar reglulega á góma. Engan skal undra enda hefur sveitin notið fordæmalausra vinsælda undanfarna mánuði. Strákarnir seldu upp fimm Laugardalshallir í desember og ljóst að sveitin nýtur gríðarlegrar hylli, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar sem margir myndu fullyrða að elski Eurovision hvað mest. „Það er af og frá að Iceguys séu að fara að taka þátt í Eurovision,“ segir Máni Pétursson umboðsmaður og eigandi Paxal í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi ekki einu sinni komið til tals hjá strákunum. „Og mun aldrei gera það.“ Máni bætti um betur þegar hann ræddi sömu spurningu við Reykjavík síðdegis í síðasta mánuði. Við það tilefni sagði hann að Eurovision væri einfaldlega önnur deild. „Það mun aldrei gerast að Iceguys fari í Eurovision. Viltu fá Mána á X-inu svarið við þessu? Eurovision keppnin er bara einhver önnur deild. Deild neðar. Það hefur einn listamaður frá mér farið í það og hann lenti í öðru sæti og það er það besta sem hefur komið fyrir hann og aldrei aftur. Þannig það mun ekki gerast.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04