Frábærar fréttir fyrir Frakka Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 12:02 Dika Mem og Nicolas Tournat fagna sigri á Dönum í úrslitum EM í Köln fyrir ári síðan. Lars Baron/Getty Images Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum. Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira