Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 09:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“ KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“
KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira