Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:01 Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stéttarfélög Heiðrún Lind Marteinsdóttir ASÍ Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun