Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 08:32 Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu Manchester United. Verða þau fleiri? Það er stóra spurningin. Getty/Ash Donelon Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans. Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira