Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen er heimsmeistari í hraðskák og deilir nú titlinum með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo. Getty/Misha Friedman Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum. Skák Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira
Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum.
Skák Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira