„Það eru fleiri með köggla en þú“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. janúar 2025 17:21 Inga spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og lék í raun á als oddi. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. Meðal þess sem var rætt í Kryddsíldinni á gamlársdag var gengi stjórnmálaflokkanna í nýafstöðnum kosningum, ríkisstjórnarflokkarnir þrír sóttu mikinn sigur á meðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar töpuðu miklu fylgi, sérstaklega Framsókn og Vinstri græn. Sigmundur Davíð var spurður hvort niðurstaðan væri ekki vonbrigði miðað við björtustu vonir. Hann gat ekki tekið undir það í ljósi þess að flokknum tókst að fjórfalda þingmannafjölda sinn. Sigmundur er ánægður með að hafa náð að fjórfalda þingstyrk Miðflokksins.Vísir/Hulda Margrét „Nú ertu kominn með stóran þingflokk þannig þú kemst örugglega í atkvæðargreiðslu?“ spurði Erla Björg, ritstjóri fréttastofu, Sigmund við mikinn hlátur viðstaddra. „Það kemur alltaf eitthvað svona rugl í kosningabaráttu. Það er allt í einu boðað til kosninga og maður þarf að fara að hitta fólkið og taka þátt í kosningabaráttu. Svo voru þrjár atkvæðagreiðslur, í grófum dráttum, sem fóru eiginlega allar fram á sama tíma. Ég var í kosningabaráttu á þeim tíma og þingflokksformaðurinn fór í það fyrir okkur. Þá er því stillt upp eins og maður hafi ekkert verið þarna,“ svaraði Sigmundur. „Þú varst ekkert þarna,“ skaut Inga Sæland þá inn. „Kominn með sjö aðra til að sinna því sem Bergþór sinnti“ „Nú er ég kominn með mjög góðan hóp og fólk í hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna. Þetta er búið að vera dálítil törn hjá tveimur þingmönnum í næstum því heilt kjörtímabil að sinna öllum hlutverkum. Það þarf stundum eitthvað að víkja en ég held að það hafi gengið ljómandi vel engu að síður,“ sagði Sigmundur. Nú þegar Sigurður Ingi er kominn í stjórnarandstöðu getur hann prakkarast mun meira en áður.Vísir/Hulda Margrét „Þannig þú getur rétt ímyndað þér hvað átta manns geta gert miðað við það sem tveir gerðu. Þannig ég hlakka mjög mikið til framhaldsins,“ bætti hann svo við. „Það sem Sigmundur er í raun og veru að segja er að hann þurfi ekkert að vera. Hann sé kominn með sjö aðra til að sinna því sem Bergþór sinnti,“ sagði Sigurður Ingi þá og glotti prakkaralegur. „Það þarf aðeins að stilla af rökhyggjuna í Framsóknarflokknum, þetta dæmi gengur ekki alveg upp,“ svaraði Sigmundur. „Köggla? Köggla!“ „Ég kalla þetta með þessa tvo bara karma. Hann uppskar nákvæmlega eins og hann sáði, blessaður Sigmundur,“ sagði Inga Sæland og virtist vera að vísa til fylgistaps Framsóknar og Miðflokks. „Já, takk fyrir það,“ skaut Sigmundur þá inn í. „Ég veit ekki betur en að þið hafið hjólað í Flokk fólksins og við þurft að reka helminginn af þingflokknum og sátum eftir tvö, ég og Guðmundur Ingi, í nákvæmlega þetta, tæpt heilt kjörtímabil. Þannig það eru fleiri með köggla en þú,“ sagði Inga og spennti hægri tvíhöfðann. „Köggla?“ spurði Sigmundur undrandi. „Köggla!“ endurtók Inga og spennti báða tvíhöfðana í þetta skiptið. „Jaaá,“ sagði Sigmundur um leið og hann fattaði málið. „Þú verður að líta á mig þegar ég er að sýna kögglana sko. Þetta er ekkert lítið,“ sagði Inga. „Ég er enn að venjast gríninu þínu, Inga, þó ég hafi þegar gaman af því,“ sagði Sigmundur og uppskar mikinn hlátur frá Ingu. „Það er vont en það venst,“ bætti hún þá við. Drengirnir skemmtu sér yfir Ingu Sæland.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkur og Framsókn botnað á réttum tíma „En þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ sagði Sigmundur Davíð og sneri sér aftur að niðurstöðunni. „Engin smá vonbrigði?“ spurði Erla Björg þá. „Hann er í sjokki,“ svaraði Inga fyrir hönd Sigmundar. Sigmundur Davíð er ekki enn alveg búinn að fatta húmorinn í Ingu Sæland.Vísir/Hulda Margrét „Það er ekki hægt að stilla sig inn á það að toppa á réttum tíma. Samfylkingin hefði viljað þrjátíu prósent, Viðreisn hefði viljað halda því að vera stærsti flokkurinn eins og þau voru um tíma,“ sagði Sigmundur. „Hver var það þá sem toppaði á réttum tíma?“ spurði Inga þá. „Hver var það aftur? I wonder.“ „Þú mátt alveg eiga það,“ svaraði Sigmundur og bætti við: „En ég held hins vegar að það hafi haft ákveðin áhrif, sem er verðmætt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náðu að botna á réttum tíma. Sem þýddi það að þeir gátu hringt í stuðningsmenn sína fyrrverandi sem núverandi og sagt „Heyrðu, þið verðið að bjarga okkur, þið getið ekki látið okkur fara inn í næsta kjörtímabil með enga þingmenn eða örfáa.“ Það gekk upp hjá þeim. En á heildina litið er ég mjög glaður.“ Kryddsíld Flokkur fólksins Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Meðal þess sem var rætt í Kryddsíldinni á gamlársdag var gengi stjórnmálaflokkanna í nýafstöðnum kosningum, ríkisstjórnarflokkarnir þrír sóttu mikinn sigur á meðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar töpuðu miklu fylgi, sérstaklega Framsókn og Vinstri græn. Sigmundur Davíð var spurður hvort niðurstaðan væri ekki vonbrigði miðað við björtustu vonir. Hann gat ekki tekið undir það í ljósi þess að flokknum tókst að fjórfalda þingmannafjölda sinn. Sigmundur er ánægður með að hafa náð að fjórfalda þingstyrk Miðflokksins.Vísir/Hulda Margrét „Nú ertu kominn með stóran þingflokk þannig þú kemst örugglega í atkvæðargreiðslu?“ spurði Erla Björg, ritstjóri fréttastofu, Sigmund við mikinn hlátur viðstaddra. „Það kemur alltaf eitthvað svona rugl í kosningabaráttu. Það er allt í einu boðað til kosninga og maður þarf að fara að hitta fólkið og taka þátt í kosningabaráttu. Svo voru þrjár atkvæðagreiðslur, í grófum dráttum, sem fóru eiginlega allar fram á sama tíma. Ég var í kosningabaráttu á þeim tíma og þingflokksformaðurinn fór í það fyrir okkur. Þá er því stillt upp eins og maður hafi ekkert verið þarna,“ svaraði Sigmundur. „Þú varst ekkert þarna,“ skaut Inga Sæland þá inn. „Kominn með sjö aðra til að sinna því sem Bergþór sinnti“ „Nú er ég kominn með mjög góðan hóp og fólk í hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna. Þetta er búið að vera dálítil törn hjá tveimur þingmönnum í næstum því heilt kjörtímabil að sinna öllum hlutverkum. Það þarf stundum eitthvað að víkja en ég held að það hafi gengið ljómandi vel engu að síður,“ sagði Sigmundur. Nú þegar Sigurður Ingi er kominn í stjórnarandstöðu getur hann prakkarast mun meira en áður.Vísir/Hulda Margrét „Þannig þú getur rétt ímyndað þér hvað átta manns geta gert miðað við það sem tveir gerðu. Þannig ég hlakka mjög mikið til framhaldsins,“ bætti hann svo við. „Það sem Sigmundur er í raun og veru að segja er að hann þurfi ekkert að vera. Hann sé kominn með sjö aðra til að sinna því sem Bergþór sinnti,“ sagði Sigurður Ingi þá og glotti prakkaralegur. „Það þarf aðeins að stilla af rökhyggjuna í Framsóknarflokknum, þetta dæmi gengur ekki alveg upp,“ svaraði Sigmundur. „Köggla? Köggla!“ „Ég kalla þetta með þessa tvo bara karma. Hann uppskar nákvæmlega eins og hann sáði, blessaður Sigmundur,“ sagði Inga Sæland og virtist vera að vísa til fylgistaps Framsóknar og Miðflokks. „Já, takk fyrir það,“ skaut Sigmundur þá inn í. „Ég veit ekki betur en að þið hafið hjólað í Flokk fólksins og við þurft að reka helminginn af þingflokknum og sátum eftir tvö, ég og Guðmundur Ingi, í nákvæmlega þetta, tæpt heilt kjörtímabil. Þannig það eru fleiri með köggla en þú,“ sagði Inga og spennti hægri tvíhöfðann. „Köggla?“ spurði Sigmundur undrandi. „Köggla!“ endurtók Inga og spennti báða tvíhöfðana í þetta skiptið. „Jaaá,“ sagði Sigmundur um leið og hann fattaði málið. „Þú verður að líta á mig þegar ég er að sýna kögglana sko. Þetta er ekkert lítið,“ sagði Inga. „Ég er enn að venjast gríninu þínu, Inga, þó ég hafi þegar gaman af því,“ sagði Sigmundur og uppskar mikinn hlátur frá Ingu. „Það er vont en það venst,“ bætti hún þá við. Drengirnir skemmtu sér yfir Ingu Sæland.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkur og Framsókn botnað á réttum tíma „En þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ sagði Sigmundur Davíð og sneri sér aftur að niðurstöðunni. „Engin smá vonbrigði?“ spurði Erla Björg þá. „Hann er í sjokki,“ svaraði Inga fyrir hönd Sigmundar. Sigmundur Davíð er ekki enn alveg búinn að fatta húmorinn í Ingu Sæland.Vísir/Hulda Margrét „Það er ekki hægt að stilla sig inn á það að toppa á réttum tíma. Samfylkingin hefði viljað þrjátíu prósent, Viðreisn hefði viljað halda því að vera stærsti flokkurinn eins og þau voru um tíma,“ sagði Sigmundur. „Hver var það þá sem toppaði á réttum tíma?“ spurði Inga þá. „Hver var það aftur? I wonder.“ „Þú mátt alveg eiga það,“ svaraði Sigmundur og bætti við: „En ég held hins vegar að það hafi haft ákveðin áhrif, sem er verðmætt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náðu að botna á réttum tíma. Sem þýddi það að þeir gátu hringt í stuðningsmenn sína fyrrverandi sem núverandi og sagt „Heyrðu, þið verðið að bjarga okkur, þið getið ekki látið okkur fara inn í næsta kjörtímabil með enga þingmenn eða örfáa.“ Það gekk upp hjá þeim. En á heildina litið er ég mjög glaður.“
Kryddsíld Flokkur fólksins Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira