Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 11:07 Hans Niemann og Magnus Carlsen mættust á HM í hraðskák í New York á gamlársdag. Niemann tapaði og var svo æfur yfir því hvernig úrslitaleikurinn endaði. Samsett/Getty Atburðarás síðustu daga hefur kynt enn undir hatrinu á milli skákmannanna Magnusar Carlsen og Hans Niemann sem segir Carlsen þverbrjóta reglur og vefja Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, um fingur sér. Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli hins norska Carlsen og Bandaríkjamannsins Niemann, eða frá því að Carlsen sakaði Niemann um ítrekað svindl, eftir tap í viðureign þeirra á Sinquefield Cup í september 2022. Þeir mættust í átta manna úrslitum á HM í hraðskák í New York á gamlársdag, þar sem Carlsen vann sigur og fagnaði ógurlega. Carlsen mætti svo Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum og er Niemann vægast sagt ósáttur við að þeir Carlsen og Nepo hafi á endanum deilt heimsmeistaratitlinum. Sú hugmynd að deila titlinum kom upphaflega frá Carlsen, þegar staðan var enn jöfn í úrslitaleiknum og þeir Nepo höfðu í þrígang gert jafntefli, og forsvarsmenn FIDE féllust að lokum á það. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ skrifaði Niemann á Twitter og vísaði þar einnig til þess að Carlsen fékk, eftir nokkurt fjaðrafok, að keppa í gallabuxum á mótinu. Niemann skrifaði fleira og deildi meðal annars færslu þar sem Carlsen er sakaður um hagræðingu úrslita. Þar sést á myndbandi þegar Carlsen ræðir við Nepo áður en forsvarsmenn FIDE höfðu samþykkt að þeir myndu deila heimsmeistaratitlinum, og heyrist Carlsen segja: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ This is cause for an investigation by the FIDE Ethics committee. I can’t believe that 2 players who maliciously accused me and tried to ruin my career are openly breaking the rules. The irony simply can’t get any worse. https://t.co/HQUY7SjHlo— Hans Niemann (@HansMokeNiemann) January 1, 2025 Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu,“ skrifaði Carlsen. I’ve never prearranged a draw in my career. In the video I’m joking with Ian in a situation with lacking decisive tiebreak rules. This was obviously not an attempt to influence FIDE. It was said in the spirit that I thought FIDE would agree to our proposal. If anything it was a… https://t.co/5y6cGwmzGf— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) January 1, 2025 Skák Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli hins norska Carlsen og Bandaríkjamannsins Niemann, eða frá því að Carlsen sakaði Niemann um ítrekað svindl, eftir tap í viðureign þeirra á Sinquefield Cup í september 2022. Þeir mættust í átta manna úrslitum á HM í hraðskák í New York á gamlársdag, þar sem Carlsen vann sigur og fagnaði ógurlega. Carlsen mætti svo Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum og er Niemann vægast sagt ósáttur við að þeir Carlsen og Nepo hafi á endanum deilt heimsmeistaratitlinum. Sú hugmynd að deila titlinum kom upphaflega frá Carlsen, þegar staðan var enn jöfn í úrslitaleiknum og þeir Nepo höfðu í þrígang gert jafntefli, og forsvarsmenn FIDE féllust að lokum á það. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ skrifaði Niemann á Twitter og vísaði þar einnig til þess að Carlsen fékk, eftir nokkurt fjaðrafok, að keppa í gallabuxum á mótinu. Niemann skrifaði fleira og deildi meðal annars færslu þar sem Carlsen er sakaður um hagræðingu úrslita. Þar sést á myndbandi þegar Carlsen ræðir við Nepo áður en forsvarsmenn FIDE höfðu samþykkt að þeir myndu deila heimsmeistaratitlinum, og heyrist Carlsen segja: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ This is cause for an investigation by the FIDE Ethics committee. I can’t believe that 2 players who maliciously accused me and tried to ruin my career are openly breaking the rules. The irony simply can’t get any worse. https://t.co/HQUY7SjHlo— Hans Niemann (@HansMokeNiemann) January 1, 2025 Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu,“ skrifaði Carlsen. I’ve never prearranged a draw in my career. In the video I’m joking with Ian in a situation with lacking decisive tiebreak rules. This was obviously not an attempt to influence FIDE. It was said in the spirit that I thought FIDE would agree to our proposal. If anything it was a… https://t.co/5y6cGwmzGf— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) January 1, 2025
Skák Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira