Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 21:00 Þrettán af þeim fjórtán sem hljóta fálkaorðu að þessu sinni veittu þeim viðtöku á Bessastöðum í dag. Mynd/Eyþór Árnason Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði. Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði.
Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira