Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 09:32 Knattspyrnukonurnar fjórar þurftu að dúsa í fangelsi öll jólin en þær eru nú lausar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dondi Tawatao Fjórir leikmenn kvennaliðs River Plate í fótbolta eru loksins lausar úr fangelsi þar sem þær dúsuðu í marga daga eftir handtöku í fótboltaleik stuttu fyrir jól. Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss. Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss.
Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira