Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 21:01 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland eftir tap gegn Liverpool á dögunum. Visionhaus/Getty Images Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. „Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
„Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira