Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:41 Það blés hressilega á nýju ríkisstjórnina á Bessastöðum en forsætisráðherra fullyrðir að logn og blíða ríki í samstarfi stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira