Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 14:12 Bukayo Saka er ákaflega vonsvikinn eftir að hafa meiðst um helgina. Getty/David Price Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira