Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 15:00 Ange Postecoglou er trúr sinni sannfæringu og ætlar ekki að breyta leikaðferð sinni. Getty/Marc Atkins Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira