Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 16:00 Björgvin Halldórsson var í stuði á æfingu í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. „Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“ Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira