Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 10:02 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. vísir/Arnar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, gerir ráð fyrir að nýr landsliðsþjálfari verði ekki ráðinn fyrr en eftir áramót. Enn eigi eftir að boða kandídata í viðtöl. „Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
„Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira