Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 13:03 Theodór Francis biður pör um að setja sig í spor hver annarra. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira