Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 16:05 Fjölmörg hús urðu fyrir miklum skemmdum og eru heilu hverfi og þorpin sögð í rúst. AP/Rainat Aliloiffa Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst. Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst.
Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34