Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 12:01 John O'Shea og Heimir Hallgrímsson vöktu lukku á barnaspítala í Dublin og færðu börnum gjafir. Skjáskot/Twitter Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin. Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira