Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 23:01 Patrick Drewes fékk kveikjara í höfuðið. Vísir/Getty Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora. Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes. Þýski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes.
Þýski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira