Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 23:01 Patrick Drewes fékk kveikjara í höfuðið. Vísir/Getty Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora. Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes. Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes.
Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira