Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 12:07 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira