Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 09:02 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í landsliðinu nærri því strax ef marka má gamlan liðsfélaga hans. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður allra tíma í fótboltanum og hann er hvergi nærri hættur ef marka má fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu. Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport) HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira
Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport)
HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira