Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2024 13:30 Pep Guardiola er undir mikilli pressu. getty/Marco Canoniero Vandræði Manchester City hafa haft mikil áhrif á daglegt líf knattspyrnustjórans Peps Guardiola. Hann nærist ekki eins og venjulega og á erfitt með svefn. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48
„Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30
Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51
Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48